Skip to main content
Frétt

Pinnið á minnið og aðgengi

By 19. mars 2012No Comments

Í FAAS blaðinu skrifar ferlimálafulltrúi ÖBÍ, S. Hafdís Runólfsdóttir um verkefnið

Í greininn er fjallað um að síðastliðið sumar var verkefnið „Pinnið á minnið“ sett í gang en í því felst að innleiða notkun greiðslukorta með örgjörva í stað korta með segulrönd. Víða eru komnir í verslanir svokallaðir örgjörvaposar, sem viðskiptavinir stimpla inn pinn númer á til þess að ljúka greiðslu í stað undirskriftar áður.

Þar kemur líka fram að Öryrkjabandalagi Íslands hafi borist ábendingar frá fólki sem telur sig ekki geta fötlunar sinnar vegna nýtt sér þessa tækni. Sumir eiga erfitt með hreyfingar, aðrir eiga í erfiðleikum með minni. Að sama skapi hentar það öðru fötluðu fólki betur að nota þessa aðferð. Hins vegar má ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa upp pinn númer sitt til þriðja aðila svo að ekki er hægt að nýta sér aðstoðarmenn. Einhverjir eru eflaust uggandi yfir því að öruggari verslunarhættir komi því til með að draga úr sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Mikilvægt er því að huga að leiðum sem styðja við þann hóp.Víða erlendis hefur fatlað fólk verið undanþegið því að nota örgjörvakort eða aðrar lausnir.

Ferlimálafulltrúi ÖBÍ er í góðu samstarfi við forsvarsmenn verkefnisins Pinnið á minnið og er unnið að því að leita leiða til þess að gera þessar breytingar á greiðsluháttum sem auðveldastar fyrir alla.

Nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins Pinnið á minnið

Grein S. Hafdísar Runólfsdóttur í heild.