Skip to main content
Frétt

Prófmál ÖBÍ gegn Gildi tekið fyrir í Hæstarétti 30. nóvember.

By 26. nóvember 2009No Comments
Prófmál það sem ÖBÍ höfðaði fyrir Margréti Ingibjörgu Marelsdóttur gegn Gildi lífeyrissjóði verður tekið fyrir í Hæstarétti mánudaginn 30. nóvember nk. kl. 9.00.

Forsaga málsins er sú að ÖBÍ höfðaði prófmál fyrir hönd Margrétar sem lenti í tekjuathugun lífeyrissjóðs síns 2007 og varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Fjöldi öryrkja (um 1.600) varð fyrir skerðingum á sama tíma frá þeim lífeyrissjóðum sem stóðu að þessari framkvæmd. Breytingar sem voru gerðar á samþykktum sjóðanna veittu þeim heimild til að reikna allar  tekjur frá Tryggingingastofnun ríkisins sem laun til frádráttar á greiðslu örorkulífeyris sjóðanna. Áður voru það eingöngu launatekjur og ýmsar aðrar skatttekjur sem leyft var að taka með við útreikning á rétti til örorkulífeyrisgreiðslna. Útkoman varð veruleg skerðing eða niðurfelling greiðslan örorkulífeyris frá þessum lífeyrissjóðum, sem kom í mörgum tilfella verst við þá sem minnst höfðu.

Öryrkjabandalagið kallaði eftir að þeir lífeyrissjóðir sem stóðu að þessum skerðingum frestiuðu þeim þar til dómur félli í málinu en því var hafnað.

Vísað frá í Héraðsdómi vegna vanhæfis Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra

Í Héraðsdómi var málinu vísað frá vegna vanhæfis ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis, Baldurs Guðlaugssonar, til að veita samþykki fyrir breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Ástæða, hann sat sjálfur í stjórn eins lífeyrissjóðssins sem óskaði breytinga á sínum samþykktum.

Dómur héraðsdóms

Gildi áfrýjar til Hæstaréttar

Gildi nýtti sér rétt til að áfrýja til Hæstaréttar og er nú komið að málflutningi. Dómsniðurstöðu er að vænta fyrir jól. Ef málið vinnst mun það hafa fordæmisgildi fyrir fjölmarga öryrkja sem hafa orðið fyrir skerðingum á árunum 2007, 2008 og 2009.

ÖBÍ hvetur alla þá sem hafa áhuga á málinu að mæta og fylgjast með málflutningnum!

Sjá dagskrá hæstaréttar (tengill á heimasíðu þeirra)

Tölulegar upplýsingar.

Árið 2009: 1.900 einstaklingar urðu fyrir lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla (Um 1200 öryrkjar urðu fyrir skerðingum, 700 öryrkjar misstu þær alveg). Sumir urðu fyrir þessu 1. nóvember sl. en flestir verða fyrir því 1. desember nk.
Árið 2008: 1.254 urðu fyrir lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla.
Árið 2007: 1.600 urðu fyrir lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla.

(heildarfjöldinn þeirra sem hefur orðið fyrir lækkun eða niðurfellingu er ekki vitaður þar sem sumir hafa orðið fyrir skerðingum oftar en einu sinni á milli ára)

Fyrri fréttir með skýringum á heimasíðu ÖBÍ af málinu:

Framkvæmdastjórn ÖBÍ lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun níu lífeyrissjóða  (haust 2007)

Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ (haust 2007)

Lífeyrir eitt þúsund öryrkja með heildartekjur undir tvær milljónir skertur.  (haust 2007)

Varnarsigur ÖBÍ í lífeyrissjóðsmáli. (júlí 2008)

Gildi áfrýjar lífeyrissjóðsdómi (júlí 2008)

Niðurfelling eða skerðing lífeyris til 1.900 öryrkja!  (haust 2009)