Skip to main content
Frétt

Punktaletur fest í lög sem íslenskt ritmál

By 1. júní 2011No Comments

Íslenskt punktaletur var samþykkt og viðurkennt sem fyrsta ritmál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Ákvæði um þetta er í lögum um stöðu íslenskunnar sem samþykkt var samhljóða á Alþingi 27. maí sl.

Hver sem hefur þörf fyrir blindralestur vegna skerðingar á sjón skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt punktaletur um leið og hann hefur getu til, segir í nýju lögunum. Blindrafélagið hafði frumkvæði af að gefa umsögn um þetta mál og var tekið tillit til tillagna þess við afgreiðslu málsins á Alþingi. Í umsögninni kom fram að Blindrafélagið sakni þess að hugað sé að réttindum blindra við setningu laga um stöðu íslenskrar tungu og telur það réttláta og eðlilega kröfu að íslenskt punktaletur verði lögfest sem íslenskt ritmál þeirra sem það nota.


Sjá einnig umfjöllun Morgunblaðsins 28. maí 2011 hér