Skip to main content
Frétt

Ráðstefna um aðstæður fatlaðs fólks

By 31. október 2011No Comments

Fjölmenni var á ráðstefnunni þar sem kynntar voru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á högum fatlaðs fólks við flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga.

Um síðustu áramót var ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk flutt frá ríki til sveitarfélaga. Eitt af meginmarkmiðum tilfærslunnar er að bæta þjónustu við fatlað fólk og auka möguleika á að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum. Til að meta hvort þetta markmið náist gerði velferðarráðuneytið samkomulag við Félagsvísindastofnun, Rannsóknarstofnun í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ um að gera viðamikla úttekt á stöðu og þjónustu við fatlað fólk við flutning málaflokksins milli stjórnsýslustiga. 

Kynntar voru niðurstöður rannsóknar um flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga af þeim Dr. Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur  forstöðumaður Félagsvísindastofnunar og Dr. Rannveig Traustadóttur,prófessor í fötlunarfræðum HÍ.

Erindi um viðbrögð sveitarfélaga héldu Ragnar Þorsteinsson,sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar.

Erindi frá sjónarhóli notenda fluttu Hrefna K. Óskarsdóttir verkefnastjóri ÖBÍ, Guðjón Sigurðsson frá MND félaginu og Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Þroskahjálp.

Erindi frá sjónarhóli starfsmanna héldu Anna Lilja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskaþjálfafélags Íslands og Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.

Tengill á glærur allra erinda.

Um 400 manns sóttu ráðstefnuna í Hörpu 26. þann október sl., sjá frétt á vef velferðaráðuneytisins um ráðstefnuna.

Ráðgert er að gera sambærilega úttekt á árinu 2014 til að meta faglegan ávinning af tilfærslunni.