Skip to main content
Frétt

Ráðstefna um NPA 10. febrúar

By 8. febrúar 2012No Comments

Stöðuúttekt verkefnastjórnar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), ráðstefnan er opin öllum.

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA):

Hugmyndafræði, framkvæmd, skipulag, samningar og fjármögnun.

Stöðuúttekt á vinnu verkefnisstjórnar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og lýsing á verklagi í fyrsta áfanga verkefnisins.

Haldin 10. febrúar 2012 kl. 11.00–16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Skráning fer fram á:  http://www.velferdarraduneyti.is/npa

Dagskrá

 • 10.30–11.00 Skráning
 • 11.00–11.10 Ávarp. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
 • 11.10–12.10 Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) – leiðbeiningar um framkvæmd fyrir þjónustusvæði, sveitarfélög, notendur og aðstoðarfólk. Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður og formaður verkefnisstjórnar NPA.
 • 12.10–12.30 Fyrirkomulag við ráðningar á aðstoðarfólki – ráðningarsamningar, kaup og kjör. Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 • 12.30–12.40 Aðkoma Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að greiðslum vegna NPA. Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu.
 • 12.40–13.30 Léttar veitingar.
 • 13.30–13.55 Hugmyndafræði NPA. Freyja Haraldsdóttir og Embla Ágústsdóttir, frá NPA-miðstöðinni.
 • 13.55–14.15 Hvernig ber fólk sig að? Framkvæmd NPA hjá þjónustusvæðum og sveitarfélögum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri.
 • 14.15–14.40 Þjónustusamningar milli notenda og þjónustusvæða/sveitarfélaga. Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.
 • 14.40–15.20 Hlutverk notenda við framkvæmd notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) – verkstjóri – vinnuveitandi? Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins og Bryndís Snæbjörnsdóttir foreldri.
 • 15.20–15.35 Samantekt. Guðmundur Steingrímsson, formaður verkefnisstjórnar NPA.
 • 15.45–16.00 Léttar veitingar.

Ráðstefnustjóri er Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bein útsending verður frá ráðstefnunni á Netinu og verður aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins: http://www.vel.is/npa

Þeir sem kjósa að fylgjast með ráðstefnunni á vefnum skrái sig á heimasíðu NPA http://www.vel.is/npa og munu gögn sem kynnt verða á ráðstefnunni verða send viðkomandi.

Óski þátttakendur sérstaks stuðnings við að taka þátt í ráðstefnunni eru þeir beðnir um að koma þeim óskum á framfæri fyrir 1. febrúar næstkomandi á vef verkefnisstjórnarinnar: http://www.vel.is/npa