Skip to main content
Frétt

Ráðstefnan Mannréttindi fyrir alla er nú haldin á Hilton hóteli

By 20. nóvember 2014No Comments

Góð mæting er á ráðstefnuna, 4 málstofur verða haldnar eftir hádegi.

Öryrkjabandalag Íslands heldur ráðstefnu í dag, fimmtudaginn 20. nóvember, á Hóteli Hilton Nordica. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Mannréttindi fyrir alla – framtíðarsýn ÖBÍ“.

Yfirskrift ráðstefnunnar er vísun til Samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) sem hefur verið undirritaðar af íslenskum stjórnvöldum en hvort lögfestur né innleiddur.

Á ráðstefnunni eru dregnir fram þeir fjölmörgu þættir SRFF er varða stöðu fatlaðs fólks á Íslandi í dag.

Við erum stöðugt minnt á mikilvægi þess að Samningurinn verði innleiddur á Íslandi  eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga varðandi túlkaþjónustu. Til þess að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks  er nauðsynlegt að fræða sem flesta um innihald Samningsins og mikilvægi innleiðingu hans hér á landi.

Dagskráin er fjölbreytt og leitað verður leiða til að ná fram sjónarmiðum flestra þeirra sem koma að málefnum SRFF á Íslandi í dag.

Framsögumenn verða meðal annarra; mannréttindaráðherra Íslands Hanna Birna Kristjánsdóttir, Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Freyja Haraldsdóttir og Eva Þórdís Ebenezardóttir auk fulltrúa fjölmargra aðildarfélaga Öryrkjabandalags Íslands en þau eru 37 talsins. Þá mun Gunnar Hersveinn rithöfundur vera með hugleiðingu og VOX Signum sönghópurinn flytja nokkur lög. 

Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu!