Skip to main content
Frétt

Ráðstefnan – Ný tækifæri til atvinnuþátttöku

By 23. mars 2007No Comments
Tengla á efni flestra fyrirlesara má finna neðst í greininni.
Þann 22. mars sl. efndi ÖBÍ og Vinnumálastofnun í samvinnu við ASÍ og Samtök atvinnulífsins til ráðstefnu undir yfirskriftinni Ný tækifæri til atvinnuþátttöku. Sérstakir gestir ráðstefnunnar voru þær Laila Gustavsen ráðuneytisstjóri í norska atvinnuvegaráðuneytinu og Toril Dale yfirmaður rannsóknar- og þróunarstofnunar í endurhæfingarmálum í Noregi.

Á ráðstefnunni var sérstaklega til umræðu álit nefndar forsætisráðherra um nýtt örorkumat og endurhæfingarmál. Talsmenn helstu hagsmunaaðila ræddu þýðingu þess og áhrif á vinnumarkað, samningsbundin veikinda- og slysaréttindi, aðkomu lífeyrissjóða og atvinnulífs að starfsendurhæfingu og nýtt hlutverk stjórnkerfis í samfélagi sem byggir á virkni og þátttöku fatlaðra.

Tenglar inn á pdf-skjöl (glærur) fyrirlesara:

Laila Gustavsen, ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneyti Noregs. (pdf-skjal 333kb)

Toril Dale, yfirmaður rannsóknar- og þróunarseturs ARR, Noregi. (pdf-skjal 399kb)

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. (pdf-skjal 38kb)

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. (pdf-skjal 61kb)

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. (pdf-skjal 479kb)

Sigursteinn Másson formaður Öryrkjabandalags Íslands. (pdf-skjal 40kb)

Gunnar Kr. Guðmundsson endurhæfingarlæknir (pdf-skjal 50kb)