Skip to main content
Frétt

Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun – vorönn 2013

By 4. janúar 2013No Comments

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun, vorið 2013, líkt og fyrri ár. Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda til greiðslu upp í námskeiðin sem eru 10 vikur, hugsanlega geta önnur sveitarfélög veitt einhverja styrki sem vert er að kynna sér.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Öll börn og ungmenni sem eiga við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

Markmið námskeiðsins:

  • Eiga frábæra stund saman í skemmtilegur umhverfi
  • Geti umgengist hesta af öryggi og óttaleysi
  • Að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins.
  • Lært undirstöðuatriði í reiðmennsku eftir getu hvers og eins
  • Auka sjálfstæði og færni í samskiptum við hesta
  • Að bæta líkamsvitund
  • Að auka samhæfingu handa, fóta og skynfæra.
  • Styrkja leiðtogahlutverk í samskiptum við hestinn.

Lögð er áhersla á fjölbreytni og að allir nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu eftir þörfum hvers og eins.

Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinanda með margra ára reynslu í reiðkennslu fatlaðra og aðrir aðstoðarmenn eftir þörfum.

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Öll kennsla og kennslugögn. Lagðir eru til hestar fyrir hvern og einn sem og allur útbúnaður til reiðar þar á meðal sérsmíðaðir hnakkar og annar útbúnaður eftir þörfum. Allir þátttakendur fá veglega kennsluhandbók og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Fræðslunefnd fatlaðra – Hestamannafélaginu Herði. s: 899 7299 eða 898 6017 – Netfang: reidnamskeid@gmail.com og Facebook: http://www.facebook.com/reidnamskeid