Skip to main content
Frétt

Ritstjóri óskast fyrir Tímarit ÖBÍ

By 25. ágúst 2010No Comments
Örykjabandalag Íslands auglýsir eftir ritstjóra í hlutastarf til að sjá um útgáfu tímaritsins sem út kemur einu sinni til tvisvar á ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að gefið verði reglulega út rafrænt fréttabréf sem fjalli um hagsmunamál öryrkja sem efst eru á baugi hverju sinni. Ráðið verður í verkefnið til reynslu fram að áramótum með möguleika á framlengingu.
Ráðningarfyrirkomulag og vinnutími er samkvæmt samkomulagi.
 

Leitað er að einstaklingi sem hefur haldgóða reynslu og þekkingu á fjölmiðlun og fréttamennsku. Færni og reynsla af greinaskrifum ásamt góðri íslenskukunnáttu er áskilin. Kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli er æskileg. Þekking og áhugi á málefnum fatlaðra er kostur. Umsækjandi þarf að búa yfir skipulagshæfileikum, vönduðum vinnubrögðum, geta tekið frumkvæði og unnið sjálfstætt. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.

Umsóknarfrestur er til og með 1. september n.k.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórir Þorvarðarson, hjá Hagvangi