Skip to main content
Frétt

Ritun sögu Öryrkjabandalags Íslands

By 1. febrúar 2010No Comments
Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir aðila til að skrifa sögu bandalagsins.

Tilefnið er 50 ára afmæli bandalagsins á næsta ári. Til stendur að gefa bæði út bók og netútgáfu. Verkefnið hefst í mars og skal vera lokið sumarið 2011.

Þeir sem hafa áhuga á verkefninu vinsamlegast sendið inn umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu, reynslu af fræðastörfum, bókaskrifum o.fl. Leitað er að einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, hefur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2010. Skriflegum umsóknum skal skilað til skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík eða rafrænt á netfangið lilja@obi.is.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, í síma 530-6700, netfang lilja@obi.is.

Hlutverk banalagsins

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) eru heildarsamtök fatlaðra og eru aðildarfélög þess 34 talsins. Hlutverk bandalagsins er m.a. að koma fram fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum er snerta réttindi þeirra. Einnig sinnir bandalagið m.a. upplýsinga- og ráðgjöf fyrir fatlaða og aðstandendur. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi við félaga- og heildarsamtök fatlaðra. Nánari upplýsingar um starfsemina eru á heimasíðu www.obi.is.