Skip to main content
Frétt

Rúllandi gleði!

By 9. mars 2009No Comments
Rúllandi mannréttindagleði ríkti í herbúðum Hjólastólasveitarinnar þriðjudaginn 3. mars síðastliðinn, þegar hún tók við styrk að upphæð einni milljón króna frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

Á verkefnaskrá sveitarinnar er að skemmta ungmennum landsins í félagsmiðstöðvum, framhaldsskólum og almennum borgurum víða, þar sem heimildarmynd um hið kyngimagnaða efni „Uppistandarinn sem stendur ekki upp og ferðir hans!” er í vinnslu.

Á því eina ári sem Hjólastólasveitin hefur starfað hefur hún skemmt nær 2.000 manns. Áhorfendur hafa verið á öllum aldri. Um frumkvöðlastarf er að ræða hjá sveitinni. Á léttum nótum vekur hún athygli á málefnum hreyfihamlaðra og annarra fatlaðra í samfélaginu og kítlar hláturtaugar manna.

ÖBÍ óskar Hjólstólasveitinni til hamingju með styrkinn.