Skip to main content
Frétt

Rúmlega milljón undirskriftir til stuðnings réttindamálum fatlaðra afhentar til ESB.

By 20. nóvember 2007No Comments
Næstkomandi fimmtudag verður framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afhent 1.288.022 undirskriftir til stuðnings sérstakri lagasetningu um réttindi fatlaðra og bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar. Ísland var eitt þeirra landa þar sem hlutfallslega söfnuðust flestar undirskriftir.

Evrópusamtök fatlaðra – EDF, sem ÖBÍ er aðili að, stóðu að undirskriftarsöfnuninni en milljón undirskriftir þurfti að lágmarki til að það teldist bindandi fyrir ESB að bregðast við kröfunni. Undirskriftarsöfnunin fór fram í 27 aðildarlöndum ESB auk Íslands og Noregs. Fyrir liggja tillögudrög EDF að nýrri tilskipun ESB þar sem blátt bann er lagt við beinni og óbeinni mismunun gagnvart fólki með fötlun og rík skylda lögð á stjórnvöld að skapa fötluðum jöfn tækifæri á við ófatlaða til búsetu, framfærslu, náms, atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs.

Tengill á EDF söfnunina