Skip to main content
Frétt

Rýmri heimildir til að veita fötluðu fólki aukalán vegna sérþarfa

By 2. febrúar 2009No Comments
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur sett tvær reglugerðir um starfsemi Íbúðalánasjóðs. Helstu nýmæli felast í nýjum lánaflokki sem heimilar lánveitingar til endurbóta og viðhalds á leiguíbúðum og rýmri heimildum til að veita fötluðu fólki aukalán vegna sérþarfa.

Til þessa hefur einungis verið heimilt að veita fötluðu fólki aukalán vegna sérþarfa hafi slíkt lán komið til viðbótar öðrum fasteignaveðlánum frá Íbúðalánasjóði. Með breytingunni er þetta skilyrði fellt brott og heimilað að veita aukalán óháð því hver er lánveitandi annarra fasteignalána sem hvíla á íbúðarhúsnæðinu. Jafnt aðgengi fatlaðra að þessum lánamöguleika er þannig tryggður. Auk þessa eru gerðar ýmsar breytingar til einföldunar við framkvæmd þessara lána til hagsbóta fyrir fatlaða. Sjá nánar á heimasíðu Félags- og tryggingamálaráðuneytisins.