Skip to main content
Frétt

Rýrnun ráðstöfunartekna 27%

By 4. maí 2012No Comments

Er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla íslands

Skýrslan fjallar um áhrif fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar

og er fyrri skýrslana af tveim sem koma út um þessi mál á vegum stofnunarinnar. Skoðuð er afkoma ólíkra tekjuhópa tímabilið 2008-2010.

Mesta kjaraskerðing frá 1948.

Fram kemur meðala annars að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi að meðaltali rýrnað um 27%. Hjá lágtekjufólki um 9%
en 38% hjá þeim með hæstu tekjurnar. Kemur fram að aðgerðir stjórnvalda til að verja lágtekju og millitekjufólk fyrir áhrifum kreppunnar hafi borið tilætlaðan árangur í m.a. formi skattlækkana með hækkun persónuafsláttar sem skilaði sér til um 60% skattkyldra einstaklinga. Einnig höfðu hækkun framfærsluppbótar, vaxta- og atvinnuleysisbóta jákvæð áhrif. Hinsvegar er gagnrýnt að barnabætur skuli ekki hafa verið auknar.

Kaupmáttur launa lækkaði um 20%. Einnig kemur fram í skýrslunni að samdráttur landsframleiðslu hafi verið um 10% og annað eins hafi ekki gerst frá því um stríðslok á tímabilinu 1948-1952.  Samsetning skulda og kjara er þó önnu nú en þá og staðan í dag verri og ekkert slíkt sést frá stofnun lýðveldisins.

Síðari hluti skýrslunnar væntanlegur

Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur. Seinni skýrslan þeirra er væntanleg fljótlega. Þar verður þar fjallað um skuldavanda, fjárhagsþrengingar heimila og hvernig lágtekjuhópum hefur reitt af í kreppunni.

Botninum náð? – Hvar er leiðrétting til lífeyrisþega?

Jákvæðu fréttirnar í skýrslunni er þær að hagvöxtur virðist komin á þokkalegt skrið, miðað við flest vestræn ríki er sú staða góð. Það hlýtur því að vera komin tími á að leiðrétta kjör öryrkja líkt og hjá æðstu embættismönnum landsins.

Tengill á skýrsluna.

Frétt RÚV um málið

Frétt Velferðarráðuneytisins um skýrsluna

Frétt mbl.is um skýrsluna