Skip to main content
Frétt

Safna áheitum

By 17. ágúst 2010No Comments
Starfsmenn Reykjadals ganga um 130 kílómetra í dag og morgun til að safna áheitum fyrir Reykjadal. Líkt og fram hefur komið í fréttum eru starfsmenn Reykjadals í mikilli göngu þessa stundina.

Gangan hófst hjá sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF), að Laugalandi í Holtum, klukkan 8.00 í morgun. Haldið verður í Reykjadal og þaðan áfram að höfuðstöðvum SLF að Háaleitisbraut 13, þangað sem áætluð koma er um kl. 14 á miðvikudag.

Þjóðþekktir einstaklingar farþegar í hjólastólum

Farþegar verða í hjólastólum alla leiðina en meðal þeirra sem ætla að sitja í stólunum eru Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður og skemmtikraftur, Gunnar Eyjólfsson leikari, Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, Steindi Jr. skemmtikraftur o.fl.

Hægt verður að fylgjast með staðsetningu hópsins alla leiðina á www.depill.is/reykjadalur eða á Facebook: http://www.facebook.com/#!/group.php?gid=14321157903248  

Vantar bara milljón og takmarkinu er náð

Enn vantar rúma milljón til að takmarki starfsfólksins sé náð  sem er að fjármagn fáist til að starfi verði haldið úti í Reykjadal í vetur. En um helgina veitti Sorpa 7,5 milljóna styrk sem er ágóði af sölu í Góða hirðinum til söfnunarinnar.

Fleiri fréttir um átakið á heimasíðu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Söfnunarreikningar og – símar

Söfnunarreikningur 549-26-10 kt.630269-0249
Söfnunarsímar:
904-1010 fyrir 1000 kr.
904-1030 fyrir 3000 kr.
904-1050 fyrir 5000 kr.