Skip to main content
Frétt

Sagan af Jyrki og Jóhönnu

By 14. mars 2012No Comments

Sagan af Jyrki og Jóhönnu – um landamærahindranir á milli Norðurlandanna hvað varðar skatta, almannatryggingar, félagslega aðstoð, námslán, atvinnu og fleira.

Inn á borð ráðgjafa ÖBÍ berst alltaf nokkuð af fyrirspurnum frá fötluðu fólki og öryrkjum sem hefur „lent á milli kerfa“ við flutning til einhverra Norðurlandanna. Birtingarmyndir stjórnsýsluhindrana eru margar og fer þeim stöðugt fjölgandi með auknum flutningum fólks á milli landa. ÖBÍ sendi Nordens Välfärdscenter bréf um landamærahindranir á milli Norðurlanda þann 3. nóvember 2011.

Hello Norden, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, hefur látið gera rit sem segir sögu venjulegrar nútímafjölskyldu á Norðurlöndunum og þeim ótrúlegum hindrunum sem hún getur lent í við flutning á milli landanna vegna þess regluverks sem gildir í hverju landi fyrir sig. Tregað virðist innan stjórnkerfisins til að taka á og víða járn í járn í samningum á milli ríkjanna. Þetta er í rauninn spennusaga sem vert er að gefa sér Jyrki_Johanna Kápa ritsins, Sagan um Jyrki og Jóhönnunæði til að lesa.

Örfá dæmi úr ritinu:

„Jyrki er 23 ára gamall Finni og er búinn að vinna á veitingahúsi í Ósló í fjögur ár. Þar kynnist hann Jóhönnu frá Íslandi‚ hún er 24 ára. Þau vinna á sama stað. Eftir rúmt ár ákveða þau að fara saman í nám í Gautaborg. Jóhanna á þá von á barni‚ hún er komin rúma tvo mánuði á leið.“
 
„Jyrki ætlar í rafvirkjun en Jóhanna í hjúkrunarfræði. Jyrki er finnskur ríkisborgari og sækir því um námslán frá Finnlandi. Hann fær synjun vegna þess að hann hefur búið lengur en tvö ár erlendis á undanförnum fimm árum. Hann sækir þá um námslán í Noregi. Hann er frá EES-ríki og veit að hann getur sótt um námslán í öðru ESB/EES-landi‚ ef hann hefur unnið þar í að minnsta kosti tvö ár. En hann fær synjun í Noregi vegna þess að hann býr ekki lengur þar í landi. Þá reynir hann að sækja um námslán í Svíþjóð. Þar er umsókninni synjað vegna þess að hann hefur ekki búið og starfað í landinu í að minnsta kosti tvö ár. Jóhanna sækir líka um námslán en fær svipuð svör. …“
 
Ekkert fá þau sem heitir foreldragreiðslur hvorki frá Svíðþjóð né Noregi þrátt fyrir störf þar í fjölda ára, endar með Jóhanna fer að vinna svo að Jyrki geti lokið námi. Að loknu námi flytja þau til Osló þar sem hann getur fengið gott starf sem rafvirki og sækir um starfsréttindi sem rafvirki í Noregi. Vinnur tvöfalda vinnu og Jóhanna hefur nám að nýju. Nokkrum mánuðum síðar er Jyrki synjað um starfsleyfi … þegar starfsmenntun hanns er að úreldast þar sem hann hefur ekki getað unnið sem rafvirki í Noregi flytja þau að nýju til Svíðþjóðar og nú til Malmö þar sem hann fær gott starf sem rafvirki. Fyrirtækið fer á hausinn en honum tekst að fá vinnu í Danmörku enda stutt að fara á milli landanna. Danska fyrirtækið lendir í hremmingum og þarf að minnka starfshlutfall, þá halda alls konar hindranir áfram að hrella Jyrki.
 
Nú líða nokkur ár og fjölgað hefur í fjölskyldunni. Þau ákveða að flytja til Kristianstad á norðaustanverðum Skáni þar sem húsnæði er á viðráðanlegu verði. Jóhanna fær vinnu á sjúkrahúsinu í Kristianstad en Jyrki hefur langt að fara í vinnuna í Kaupmannahöfn. Dag einn verður hann fyrir vinnuslysi og er frá vinnu í heilt ár. Að ári liðnu hefur hann ekki enn náð heilli heilsu og sér ekki fram á að geta unnið áfram sem rafvirki. Dönsk yfirvöld setja sem skilyrði fyrir greiðslu sjúkradagpeninga að Jyrki ferðist daglega frá Kristianstad til Kaupmannahafnar í endurhæfingu. Daglegur þvælingur er ekki til þess að bæta heilsu hans og að lokum treystir hann sér ekki lengur í þessi ferðalög. Jyrki hættir að mæta í endurhæfinguna í Kaupmannahöfn og við það …“
 
„Fjörutíu árum síðar lést Jyrki á heimili fjölskyldunnar í Arvika. Jóhanna hefur dvalist á elliheimili í Arvika í tvö ár. …   Jóhanna á enga að í Arvika. Hún sækir um dvöl á elliheimili í Reykjavík þar sem yngsta dóttirin‚ Helle‚ býr ásamt barnabörnunum. Bæjaryfirvöld í Arvika hafa samband við Reykjavíkurborg til þess að komast að samkomulagi um hvernig sveitarfélögin skipti á milli sín flutningskostnaði og dvalarkostnaði í Reykjavík. Jóhanna margrukkar eftir svari í sínu bæjarfélagi og sama gerir Helle í Reykjavík en ekkert gerist. Bæði sveitarfélögin þurfa að spara og geta ekki komið sér saman um hvernig deila eigi kostnaðinum. Jóhanna býr á elliheimilinu í Arvika fram í andlátið.“

Í lok  árs  2011 bauð Hello Norden flokkahópum Norðurlandaráðs til fundar til að kynna ritið og koma af stað aukinni umræðu um þennan vanda. Vonandi tekst Norrænu ráðherranefndinn að leysa flest þessarra atriða sem fyrst og að bjartari dagar séu framundan fyrir þá Norðurlandabúa sem flytjast á milli landanna.