Skip to main content
Frétt

Samið um komugjöld sérfræðilækna

By 8. janúar 2014No Comments

Þá gildir fyrir þá lækna sem fara inn á samninginn, að fyrirfram er ákveðið hvað sjúklingurinn á að greiða og greiðsluhluti sjúklings gildir að fullu upp í afsláttarkort, engin aukagjöld verða fyrir sjúklinginn. Afsláttarkort fæst við kr. 8.100 hjá öryrkjum.

Í hádegisfréttum RÚV, kom fram að samningur hefur náðst milli sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands, en sérfræðilæknar höfðu verið samningslausir frá árinu 2011. Formaður samninganefndar sérfræðilækna segir að með nýja samningnum greiði sjúklingar minna.

Samningurinn við Sjúkratryggingar Íslands er svokallaður rammasamningur og er það undir hverjum sérfræðilækni komið hvort hann gerist aðili að samningnum.

Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, sagði við fréttastofu RÚV að „ég held að það megi segja svona heilt yfir að það megi reikna með að meirihluti þeirra muni ganga að þessum kjörum.“ Einnig kom fram hjá honum að, „Læknar hafa unnið eftir gömlu gjaldskránni og bætt aukagjöldum ofan á sem sjúklingar hafa borið að fullu og giltu ekki inn í afsláttarkort. Nú fyrir þá lækna sem fara inn á samning þá gildir það fyrir þeirra sjúklinga að það kemst einhver regla á þetta. Það er fyrirfram ákveðið hvað sjúklingurinn á að greiða og greiðsluhluti sjúklings gildir að fullu upp í afsláttarkort“, sagði Kristján.

Frétt RÚV í heild

Hámarks greiðsluþáttak Öryrkja er kr. 8.100 fyrir afsláttarkort

Ef þú ert sjúkratryggður og hefur greitt ákveðna upphæð (sjá töflu að neðan) fyrir heilbrigðisþjónustu átt þú rétt á afsláttarkorti. Ef þú ert með afsláttarkort greiðir þú minna fyrir heilbrigðisþjónustu. Tímabilið sem veitir rétt til afsláttarkorts er frá janúar til desember.