Skip to main content
Frétt

Samkomulag ÖBÍ og Skeljungs

By 13. febrúar 2006No Comments
Öryrkjabandalag Íslands og Skeljungur hf. hafa gert samkomulag um að veita öllum félagsmönnum innan bandalagsins sjálfsafgreiðsluafslátt af eldsneyti afgreiddu með fullri þjónustu á Shellstöðvunum um allt land.

Afslættinum verður stjórnað á þann hátt að þeir sem eru félagar í einhverju af aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins geta sótt um Vildarkort eða Viðskiptakort Skeljungs sem gildir sem afsláttarkort þegar eldsneyti er tekið á Shellstöðvum.

Umsóknareyðublöð fyrir Vildar- og Viðskiptakortið eru aðgengileg á heimasíðu Skeljungs, www.skeljungur.is, en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á Shellstöðvunum um land allt.

Kortin veita einnig afslátt á smurstöðvum Skeljungs í Skógarhlíð og við Laugaveg, svo og á þvottastöðvunum í Smáranum og á Vesturlandsvegi.

Vildarkortið veitir vildarpunkta í Vildarklúbb Icelandair en Viðskiptakortið er reikningsviðskiptakort.