Skip to main content
Frétt

Samningar hafa tekist milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands

By 3. febrúar 2014No Comments

Starfsemi sjúkraþjálfara verður áfram með óbreyttu fyrirkomulagi og mun taka gildi 6. febrúar næstkomandi.

Samninganefnd sjúkraþjálfara fékk samningstilboð frá Sjúkratryggingum Íslands síðastliðinn fimmtudag. Fjölmennur félagsfundur sjúkraþjálfara sama kvöld fól samninganefnd sjúkraþjálfara að ganga frá samningi á grundvelli tilboðs Sjúkratrygginga Íslands.

Samningurinn grundvallast meðal annars af breytingum ráðherra á reglugerð nr. 1189/2013 sem sett var um síðustu áramót. Í samningnum felast hóflegar hækkanir, að heimilt verði að leita til sjúkraþjálfara án tilvísunar ásamt nýjungum sem stuðla að aukinni hagkvæmni í sjúkraþjálfun og betri nýtingu fjármuna.

Samningurinn bíður nú staðfestingar ráðherra og mun taka gildi 6. febrúar næstkomandi.