Skip to main content
Frétt

Samningslausir sérfræðilæknar

By 10. maí 2012No Comments

komu- og umsýslugjöld leggjast þungt á lágtekjufólk og til skammar að ekki hafi um samist, segir formaður ÖBÍ í fréttatíma Stöðvar2

Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir við Sjúkratryggingar Íslands í rúmlega eitt ár. Þeim er nú frjálst að bæta við aukagjaldi, oftast kallað komu- og umsýslugjald.

Samkvæmt lögum um sjúkratryggingar greiða allir sjúklingar innan hver árs að fullu fyrir læknisþjónustu upp að ákveðnu hámarki t.d. greiða lífeyrisþegar fullt gjald upp að kr. 7.000 en fá þar eftir afslátt af gjaldinu það sem eftir lifir árs. Viðbótargjaldið fæst hinsvegar ekki endurgreitt og leggst því að fullum þunga á sjúklinga.

Guðmundur Magnússon, formaður  ÖBÍ, segir þetta viðbótargjald koma sér mjög illa fyrir fólk sem hefur lítið milli handa. Telur hann bæði sérfræðilæknum og sjúkrtryggingum til skammar að samingar hafi ekki tekist.

Sjá frétt Stöðvar 2 um málið.