Skip to main content
Frétt

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun á íslensku

By 11. október 2007No Comments


Nú liggur fyrir bæði þýðing Samningsins um réttindi fólks með fötlun og Valfrjálsa bókun við samninginn um réttindi fólks með fötlun á íslensku. Umsjón þýðingar var í höndum Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins.

Samningurinn um réttindi fólks með fötlun (CONVENTION ON THE RIGHTS OF PERSONS WITH DISABILITIES) og Valfrjáls bókun við samninginn um réttindi fólks með fötlun (OPTIONAL PROTOCOL TO THE CONVENTION ON THE RIGHTS OF PERSONS WITH DISABILITIES) var tekinn til undirritunar þann 30. mars 2007. Í kjölfarið gátu ríkin staðfest samninginn. Ísland undirritaði samninginn þann sama dag. Einnig var valfrjáls bókunin undirrituð, án fyrirvara.