Skip to main content
Frétt

Samskiptamáti TR óþolandi

By 30. apríl 2012No Comments

sagði velferðaráðherra á Alþingi þegar rætt var um afgreiðslu stofnunarinnar gagnvart umsókn foreldra fatlaðs barns.

Í frétt á RÚV kemur fram að Kristján Þór Júlíusson hafi í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi vakið athygli á að þegar leitað vær eftir styrk væri fjölskyldunni bent á það að sækja um, en styrkbeiðninni yrði að öllum líkindum hafnað og þá væri eina ráðið að kæra úrskurðinn.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, svaraði að miðað við lýsingu Kristjáns væri þetta óþolandi samskiptamáti. Fatlað fólk hefði þurft að hafa gríðarlega mikið fyrir að sækja rétt sinn og þetta væri einn af veikleikunum í kerfinu. Hann kvaðst ætla að láta ráðuneytið fara yfir málið.

Sjá fréttina heild á heimasíðu RÚV