Skip to main content
Frétt

Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðra verður undirritaður í mars

By 20. febrúar 2007No Comments
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði í dag í samtali við ríkisútvarpið að ákveðið hefði verið að undirrita sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra í mars nk.

Þar með verður Ísland eitt af fyrstu ríkjum heims til að staðfesta sáttmálann sem er mjög mikilvægt skref í átt til jafnréttis. ÖBÍ fagnar þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar og vonar að hún undirstriki raunverulegan vilja til að bæta verulega stöðu fatlaðra á landinu. Ljóst er að mikil umræða er framundan um nauðsynlega aðlögun íslenskra laga og reglna að sáttmálanum sem tekur á ýmsum grundvallaratriðum í tilveru fólks og réttindum.

Sjá nánar um sáttmálann á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna