Skip to main content
Frétt

Sendiherraverkefnið framlengt út árið 2014

By 9. janúar 2014No Comments

Samningur þess efnis undirritaður milli Fjölmenntar og velferðarráðuneytisins, um er að ræða kynningu á samingi Sameinuðu þjóðanna á réttindum fatlaðs fólks.

Sendiherraverkefni hófst vorið 2011. Landssamtökin Þroskahjálp höfðu þá lagt áherslu á nauðsyn þess að fatlað fólk fengi sjálft möguleika á því að nýta sér samning Sameinuðu þjóðanna í baráttu sinni fyrir bættum réttindum og auknum tækifærum. Forsenda þess væri að fatlaðir einstaklingar fengu skilið hvað í samningnum felst og tileinkað sér innihald hans. Fulltrúi sendiherraverkefnisins tekur við Hvatnignarverðlaununum

Sjö manna hópur fólks með þroskahömlun hefur starfað við sendiherraverkefnið og fengið til þess markvissa fræðslu og aðstoð við að skilja hvað í samningnum felst og þekkja ákvæði hans.

Tengill á samninginn á íslensku, hljóðútgáfa og á auðlesnu máli.  Einnig á ýmsum erlendum tungumálum.

Sendiherraverkefnið var tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2013