Skip to main content
HeilbrigðismálSjúkratryggingarSkoðun

Sérálögur sérfræðilækna og sjúkraþjálfara

By 29. október 2021október 4th, 2022No Comments

Um tíma hafa samn­ing­ar verið laus­ir milli sér­greina­lækna, sjúkraþjálf­ara og Sjúkra­trygg­inga Íslands fyr­ir hönd rík­is­sjóðs. Ekk­ert virðist ger­ast í þess­ari deilu. Hún er í hnút. Úr ranni sér­fræðilækna heyr­ist að þeir þurfi ekk­ert á samn­ingi að halda. Hið op­in­bera hót­ar með inn­leiðingu nýrr­ar reglu­gerðar með þeim boðskap að þá skuli þeir bara hafa það svo. Á meðan greiða sjúk­ling­ar fag­stétt­un­um rekstr­arálag upp á 1.700 millj­ón­ir úr eig­in vasa. Stund­um hvarfl­ar að manni að hvor­um meg­in sem samn­ingsaðilar sitja séu þeir sátt­ir við þetta ósætti.

Vissu­lega bitn­ar sam­komu­lags­leysi þess­ara aðila á sjúk­ling­um. Þeir greiða ein­ir þau auka­gjöld sem rekstr­araðilarn­ir hafa sett á og inn­heimta utan kostnaðarþátt­töku­kerf­is­ins. Að baki auka­greiðsl­un­um er eng­in skil­greind þjón­usta. Gjaldið er fyrst og fremst óskil­greint veltu­álag þess rekst­urs sem að baki ligg­ur. Þessi álagn­ing skekk­ir allt tal um minnk­andi kostnaðarþátt­töku al­menn­ings í heil­brigðisþjón­ustu.

Í júní síðastliðnum fékk mál­efna­hóp­ur Öryrkja­banda­lags­ins um heil­brigðismál Svein Hjört Hjart­ar­son hag­fræðing til að meta um­fang auka­gjald­anna, veltu­álags­ins. Niður­stöðurn­ar voru kynnt­ar nú um miðjan októ­ber. Sveinn áætl­ar þar að um­fang veltu­álags­ins nemi tæp­um 1.700 millj­ón­um á ári. Not­end­ur þjón­ustu þess­ara fagaðila greiða því á ári hátt á ann­an millj­arð króna utan kostnaðar­hlut­deild­ar rík­is. Ef aðilar væru með samn­ing væri þessi þjón­usta al­farið und­ir kostnaðarþaki og inn­an þess sátt­mála sem hef­ur verið í gildi um greiðslu fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu. Raun­ar má segja að ástand þetta geri kostnaðarþátt­töku­kerfið hriplekt. Einnig verður öll umræða um ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar um lækk­un kostnaðar sjúk­linga í heil­brigðis­kerf­inu kol­röng.

Áætluð heild­ar­fjár­hæð sér­staka komu­gjalds­ins til sér­fræðilækna er að meðaltali 878 millj­ón­ir króna síðastliðin þrjú ár. Hér er miðað við miðgildi sér­staks komu­gjalds sér­fræðilækna. Hlut­ur ör­yrkja af komu­gjaldi er áætlaður um 90,2 millj­ón­ir króna. Upp­hæð auka­gjalda sér­greina­lækna við komu er al­mennt frá 1.500 upp í 2.200 krón­ur. Þá er áætluð heild­ar­fjár­hæð auka­komu­gjalda til sjúkraþjálf­ara um 780 millj­ón­ir króna á ári, miðað við miðgildi gjalds­ins. Kostnaðar­hluti ör­yrkja er áætlaður um 150 millj­ón­ir króna. Upp­hæðir auka­gjalda sjúkraþjálf­ara reynd­ust vera allt frá 500 upp í 1.500 krón­ur við hverja komu.

Sam­an­lagt er þetta ekki lít­il upp­hæð. Hér er um að ræða flóðgátt­ir und­an kostnaðarþátt­töku­kerfi lands­manna; kerfi sem á að tryggja aðgengi allra að heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag. Til sam­an­b­urðar má taka stór­átak rík­is­stjórn­ar­inn­ar í geðheil­brigðismál­um með ár­legri inn­spýt­ingu á fjár­magni um einn millj­arð. Gott mál það og tíma­bært. Bygg­ist fjár­mögn­un þess verk­efn­is á því að aðrir sjúk­linga­hóp­ar borgi? Það væri ekki ný aðferð. Það gef­ur auga­leið að fólk með stoðkerf­is­vanda er stærsti hóp­ur­inn sem greiðir um­rætt veltu­álag fag­stétt­anna.

Um­fang veltu­álags­ins er byggt á tíðni koma og miðgildi þess verðs sem inn­heimt er. Kostnaður­inn fer hækk­andi eft­ir því sem þjón­ust­an er notuð meira. Þeir veik­ari greiða því meira en þeir sem þurfa minna á þjón­ust­unni að halda. And­stætt þeirri hugs­un sem er í kostnaðarþátt­töku­kerf­inu. Með dæm­um má sýna fram á marg­föld­un á kostnaðarþak­inu að óbreyttri greiðslu veltu­álags. Not­ast er við 2.200 króna auka­gjald hjá sér­greina­lækn­um og 1.000 krón­ur hjá sjúkraþjálf­ur­um. Ef ör­yrki heim­sæk­ir sér­greina­lækna fimm sinn­um á ári og þarf á sjúkraþjálf­un að halda tvisvar í viku í 20 vik­ur hækk­ar kostnaðarþak hans um 240% en gild­andi þak er 18.317. Til eru fleiri til­felli en menn grun­ar um fólk sem þarf á sjúkraþjálf­un að halda tvisvar í viku, í 40 vik­ur. Þá hækk­ar kostnaðarþak viðkom­andi um 350% á ári.

Það er ekki hægt að líta öðru­vísi á en að með inn­heimtu á þessu veltu­álagi sé sátt­mála um há­marks­kostnað sjúk­linga í heil­brigðisþjón­ustu rift og það ein­hliða af þjón­ustu­veit­end­um. Veltu­álagið leggst þungt á fatlaða, lang­veika og lág­tekju­fólk; alla þá sem meira þurfa á þjón­ust­unni að halda. Líf­eyr­isþegar og lág­tekju­fólk hafa þegar dregið úr því að nýta þessa þjón­ustu og/​eða neita sér um hana sam­an­ber ný­lega könn­un Vörðu á hög­um ör­yrkja.

Hér verður ekki tek­in afstaða með eða á móti samn­ingsaðilum. Í samn­ing­um verða báðir aðilar að gefa eft­ir. Ef semja á um kerf­is­breyt­ingu tek­ur hún tíma og öll­um á að vera ljóst að fjár­magnið er tak­markað. Eft­ir stend­ur skylda aðila að semja. Þjóðin hef­ur svarað því hvernig heil­brigðis­kerfi hún vill. Hér er því skorað á samn­ingsaðila að hætta öllu vafstri og setj­ast nú af al­vöru að samn­inga­borðinu. Í þess­um leik er not­and­inn eins og fót­bolti í fót­bolta­leik. Það er bara sparkað í hann og hann borg­ar fyr­ir.

Höf­und­ur er fram­kvæmda­stjóri Gigt­ar­fé­lags Íslands. em­ilt­hor@gigt.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. október 2021