Skip to main content
Frétt

Sérhæfður búnaður fyrir fatlaða íþróttamenn verði undanþegin VSK

By 29. janúar 2014No Comments
Frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi.

Bjarkey Gunnarsdóttir og sjö aðrir þingmenn VG, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Framsóknar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.

Þingmennirnir leggja til að endurgreiðsla virðisaukaskatts af sérhæfðum búnaði fyrir fatlaða íþróttamenn verði fest í sessi í lögum þannig að fatlað íþróttafólk geti gengið að henni vísri í framtíðinni.

ÖBÍ fagna þessu frumvarpi og óskar þess góðs brautargengis á Alþingi.

Frétt RÚV

Frumvarpið af vef Alþingis