Skip to main content
Frétt

Sérstakt forgangsverkefni EUF að efla þátttöku ungs fólks með skerta möguleika.

By 18. febrúar 2009No Comments


Hjá ÖBÍ er mikill vilji til að efla starf ungs fólks í aðildarfélögum ÖBÍ og koma á ungliðahreyfingu innan bandalagsins.


Í samvinnu ÖBÍ og menntamálaráðuneytis var boðað til fundar þann 3. febrúar síðast liðinn og til fundarins boðaðir fulltrúar aðildarfélaga. Ágætis mæting var á fundinn og voru menn ánægðir með framtakið og kynninguna. Á fundinn mættu fyrir hönd menntamálaráðuneytisins Erlendur Kristjánsson æskulýðsfulltrúi ríkisins og Anna Möller frá Evrópu unga fólksins (EUF).

Erlendur sagði frá nýjum æskulýðslögum sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta ári, sem fjalla um hvað æskulýðsfélög eru og æskulýðsstarf og skyldur þeirra sem vinna með ungu fólki. Hann kynnti einnig innlenda bókaútgáfu tengda æskulýðsstarfi, og sagði frá styrkjum úr norræna æskulýðssjóðnum CIRIUS til samnorrænna verkefna sem hann hvatti til að menn kynntu sér vel. Leiðbeiningar um umsóknir á íslensku er á slóðinni: www.ciriusonline.dk/Default.aspx?ID=9366 Heimasíða CIRIUS (á dönsku).

Anna sagði frá EUF sem er íslenskt heiti á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, (á ensku Youth in Action). EUF er samstarfsverkefni milli Evrópusambandsins, ráðuneytisins og Ungmennafélags Íslands og er ætluð hópnum 13 til 30 ára. Styrkir eru veittir til samtaka sem vinna með ungu fólki. Eitt af löndunum sem taka þátt þarf að vera í Evrópusambandinu. Veittir er styrkir til fjölbreyttra verkefna eins og ungmennaskipta, frumkvöðlaverkefni, lýðræðisverkefni, sjálfboðaverkefna o.fl. Rík áhersla er lögð á það innan EUF að allir eiga jafna möguleika.

Sérstakt forgangsverkefni í ár er að efla þátttöku þeirra sem á einhvern hátt búa við skerta möguleika.Nánari upplýsingar á heimasíðu EUF

Aðildarfélög eru hvött til að nýta sér gott boð þeirra Erlendar og Önnu sem bjóðast til að leiðbeina aðildarfélögum ÖBÍ. Hafi unga fólkið þeirra hugmyndir að verkefnum og munu þau aðstoða þau við að nýta sér hin fjölmörgu tilboð og styrkjamöguleika sem eru til staðar.