Skip to main content
Frétt

Sérþjónusta TR fyrir einstaklinga með ólæknandi og lífsógnandi sjúkdóma

By 22. febrúar 2012No Comments
TR vekur athygli á sérhæfðum þjónustufulltrúi þeirra sem hefur á rúmu ári aðstoðaða 14 karla og 12 konur.
 

Hópurinn sem verkefnið nær til takmarkast við krabbameinssjúklinga og MND sjúklinga. Þjónustan felst í viðtali við sérþjálfaðan ráðgjafa. Í viðtalinu er unnið út frá  persónulegum þörfum hvers og eins og farið yfir kerfið í heild, þ.e. þjónustu og fjárhagsstuðning ríkis og sveitarfélaga, félög og samtök sem bjóða stuðning og þjónustu, sjálfstætt starfandi sérfræðinga og fyrirtæki sem gott er að vita af.

Hvernig á að panta þjónustuna?
Til að nálgast þjónustuna er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar á Laugavegi 114, sími 5604400, netfang tr@tr.is. Einnig geta læknar sem skrifa grunnvottorð hakað við ósk um sérstaka ráðgjöf hjá Tryggingastofnun (reitur 13 á grunnvottorði). Allir sem sinna sjúklingum með krabbamein og MND er velkomið að vekja athygli þeirra á verkefninu og aðstoða þá við að komast í samband við þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar.