Skip to main content
Frétt

Sjálfsstyrkingarnámskeið í Hringsjá haust 2008

By 5. september 2008No Comments
Nú er tækifærið að bóka sig sem fyrst á sjálfstyrkingarnámskeið hjá Hringjsá, sem haldið verður á mánudögum og miðvikudögum frá 3. nóvember til 10. desember nk.

Námskeiðinu er ætlað að efla getu nemenda til að tjá sig og vera til. Þetta verður gert á skemmtilegan og líflegan hátt í 10 tímum, þar sem farið verður í ýmsa vel þekkta leiki úr m.a. leiklistarkennslu. Nemendur leysa verkefni í tímum, þar sem þeir öðlast þjálfun í framkomu. Auk þessa verður hluta námskeiðsins varið í að auka vitund nemenda um nauðsyn góðrar umhirðu líkama og sálar, í þágu sjálfsstyrkingar og vellíðunar.

  1. Kynnast hvort öðru – kynningarleikir og spjall
  2. Framkoma – hvernig berum við okkur – fyrstu kynni
  3. Virkja ímyndunaraflið – spunaleikir – frjó hugsun
  4. Unnið með rödd og raddbeitingu.
  5. Status vinna – vinnum með lágan og háan status
  6. Heilsa og næring
  7. Tjáning – ýmsar leiklistaræfingar
  8. Umhirða húðar og hárs, tíska og stíll
  9. Traust og hlustun – hlustunaræfingar og traustleikir
  10. Sjálfsöryggi, upprifjun og samantekt í lokin

Nánari upplýsingar hjá Hringsjá í síma 562-2840 eða um tölvupóst: rlinda (hjá) ringjsa.is. (ath. (hjá) er samasem @ sett til að fyrirbyggja spampóst o.fl.)