Skip to main content
Frétt

Sjálfstætt líf

By 30. mars 2010No Comments
Mánudaginn 22. mars sl. var lögð fram þingsályktunartillagan um að fólki með fötlun verði tryggður rétturinn til sjálfstæðs lífs. Guðmundur Steingrímsson skrifar pistil á pressan.is þar sem hann segir frá því er hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um að fólki með fötlun verði tryggður rétturinn til sjálfstæðs lífs.

Í greininni segir hann meðal annars. „Málið byggist í grundvallaratriðum á þessu: Fólk sem glímir við einhvers konar fötlun í lífi sínu á að hafa rétt til þess að lifa sjálfstæðu lífi til jafns við annað fólk. Þetta á sér stoð í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun.

Nú kunna einhverjir að spyrja, hvort sjálfstætt líf í þessum skilningi snúist ekki fremur um getu en rétt. Fólk með fötlun hefur jú skerta getu til þess að fara um, þótt það hafi fullan rétt til þess. En hér komum við hins vegar að grundvallaratriði málsins: Til er leið, tegund af þjónustu, sem veitir fötluðum getuna til þess að nýta rétt sinn. Þessi leið heitir því stofnanalega íslenska nafni „Notendastýrð persónuleg aðstoð“.“