Skip to main content
Frétt

Sjóður Odds Ólafssonar auglýsir eftir styrkumsóknum

By 4. mars 2009No Comments
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2009.

Stjórn Sjóðs Odds Ólafssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja:

  1. Rannsóknir á fötlun og fræðslu um hana.
  2. Forvarnir í þágu fatlaðra og endurhæfingu þeirra.
  3. Rannsókarverkefni á sviði öndunarfærasjúkdóma og fræðslu um þá.
  4. Forvarnir og endurhæfingu vegna öndunarfærasjúkdóma
  5. Fatlaða til framhaldsnáms og rannsóknarstarfa.

Umsóknir um styrki úr sjóðnum í samræmi við ofangreind markmið ásamt ítarlegum upplýsingum um umsækjendur og væntanleg verkefni ber að senda til stjórnar Sjóðs Odds Ólafssonar, Brynju Hússjóði Öryrkjabandalagsins, Hátúni 10, 105 Reykjavík.

Leyfi Persónuverndar, Vísindasiðanefndar eða annarra siðanefnda skulu fylgja umsókn þar sem það á við.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2009.

Skipulagsskrá sjóðs Odds Ólafssonar