Skip to main content
Frétt

Sjónlýsendur útskrifaðir í fyrsta sinn eftir námskeið á vegum Blindrafélagsins

By 17. janúar 2012No Comments
Helgina 13.-15. janúar stóð Blindrafélagið fyrir námskeiði í sjónlýsingum (audio description) þar sem fyrstu Íslendingarnir fengu þjálfun í sjónlýsingum. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Joel Snyder frá Bandaríkjunum.

Sjónlýsing er þjónusta sem nýtist blindum á söfnum, í leikhúsum, kvikmyndahúsum og ýmsum viðburðum. Blindrafélagið mun leita eftir samstarfi við þá einstaklinga sem lokið hafa námskeiðinu og vekja athygli menningarstofnana á þessari nýju þjónustu.

Einn starfsmanna ÖBÍ, Þórný Björk Jakobsdóttir var meðal þeirra sem útskrifuðust.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Blindrafélagsins, blind.is