Skip to main content
Frétt

Skattaframtal – samspil bóta TR og lífeyrissjóða

By 7. mars 2012No Comments

TR segir að óþarft sé að tilgreina eftirtaldar bætur TR sérstaklega í skattframtali 2012, því…

…eftirfarandi greiðslur Tryggingastofnunar frá 1. janúar 2011 eru sérstaklega tilgreindar við staðgreiðsluskil: 

  • Sérstök uppbót til framfærslu (það sem vantar upp á lágmarksgreiðslur).
  • Dánarbætur
  • Uppbætur á lífeyri
  • Uppbætur vegna reksturs bifreiðar
  • Mæðra- og feðralaun
  • Maka- og umönnunarbætur

Með þessum hætti er lífeyrissjóðum gert kleift að taka ekki ofangreindar greiðslur með sem tekjur lífeyrisþega. Þannig hafa þær ekki áhrif á lífeyrissjóðstekjur til lækkunar.

Sjá frétt í heild á heimasíðu TR.