Skip to main content
Frétt

Skattbyrði lágtekju- og meðaltekjufólks lækkar 2009

By 14. janúar 2009No Comments
Einstkalingar með tekjur á bilinu 100 til 574 þúsund krónur á mánuði munu greiða lægra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt.

Í Vísbendingu (2. tölublaði 2009) er grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson, sem fjallar um breytingar í skattkerfinu sem gildi tóku nú um áramótin. Þá hækkaði álagningarhlutfall skatta um 1,5% á móti kom veruleg hækkun persónuafsláttar um 24%.

Mest verður lækkun skattbyrði (5,5%) af tekjum hjá þeim sem eru með um 120 þúsund í tekjur og fer síðan smá saman minnkandi upp að 574 þúsundum króna. Skattar á hærri tekjur en það fara hægt hækkandi.

Þetta er breyting frá síðast liðnum árum þar sem skattalækkanir  bættu mest hag þeirra ríkari þar sem persónuafslátturinn hækkaði ekki í samræmi við verðlag. Þeir sem lægri tekjur höfðu fengu því miður smá saman á sig hærri og hærri skatttbyrði eins og sýnt hefur verði fram á marg sinnis af fræðimönnum þar á meðal í ritinu, Örorka og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum, sem prófessor Stefán Ólafsson, vann fyrir ÖBÍ 2005.

Grein Arnaldar Sölva í Vísbendingu