Skip to main content
Frétt

Skerðing bóta vegna tekna maka afnumin

By 19. mars 2008No Comments
Ný lög um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra var samþykkt á Alþingi 13. mars síðastliðinn. Hluti breytinganna gengur í gildi 1. apríl næstkomandi þar á meðal afnám skerðinga á bætur vegna tekna maka.

Hér er um að ræða fyrsta frumvarp félags- og tryggingamálaráðherra á þessu sviði en málefni aldraðra og almannatryggingar fluttust frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um síðustu áramót.

Helstu breytingar og dagsetningar

1. apríl

  • Skerðing bóta vegna tekna maka er að fullu afnumin
  • Sett er 90.000 króna frítekjumark á fjármagnstekjur elli- og örorkulífeyrisþega.
  • Vasapeningar til einstaklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum hækka.

1. júlí

  • Sett verður 300.000 króna frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur örorkulífeyrisþega.
  • Aldurstengd örorkuuppbót hækkar.

1. janúar 2009

  • Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignarsparnaðar er afnumin.

Verkefnisstjórn félags- og tryggingamálaráðherra mun áfram vinna að endurskoðun og einföldun almannatryggingakerfisins og hefur henni verið falið að skila ráðherra heildstæðum tillögum þar að lútandi fyrir 1. nóvember 2008.

Sjá nánar lög um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra (nýr gluggi)