Skip to main content
Frétt

Skerðir séreignarlífeyrir þínar bætur frá TR?

By 13. september 2010No Comments
Tryggingastofnun ríkisins vill vekja athygli lífeyrisþega á að mikilvægt er að aðgreina séreingarlífeyri frá öðrum lífeyrisgreiðslum þar sem þær fyrrnefndu skerða ekki lengur bætur TR.
 

Við skráningu staðgreiðslu skatta af lífeyrissjóðstekjum og séreignalífeyrissjóðstekjum hjá Ríkisskattstjóra er ekki alltaf gerður greinarmunur á þessum tekjutegundum. Ef svo er fá lífeyrisþegar lægri greiðslur frá Tryggingastofnun en þeir eiga í rauninni rétt á.

Tryggingastofnun fær upplýsingar um tekjur lífeyrisþega úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra og síðasta framtali. Ef bæði lífeyrissjóðstekjur og séreignasjóður eru skráðar í sama reit, hjá skattinum (reit 43 á framtali), er samanlögð upphæðin lögð til grundvallar við útreikning lífeyris og tengdra greiðslna hjá Tryggingastofnun. Nánar um þessa frétt á heimasíðu TR.