Skip to main content
Frétt

Skertar lífeyrisgreiðslur vegna búsetu erlendis

By 10. mars 2014No Comments

Í Fréttablaðinu í dag 10. mars, er sagt frá örorkulífeyrisþega sem lifir á 120 þúsund krónum á mánuði vegna ósamræmis í reglum um lífeyrisgreiðslur milli Íslands og Svíþjóðar. Hann er einn af rúmlega þúsund Íslendingum sem búa við skertar örorkubætur eftir að hafa tapað hluta réttinda sinna á Íslandi. Þar af eru rúmlega sjö hundruð búsettir á Íslandi. Meirihluti þeirra fær engar bætur frá því ríki sem þeir bjuggu í.

Ættum að njóta sömu réttinda óháð búsetu

„Í frjálsri för launafólks á að felast að þú sért alltaf jafnsettur eins og þú hafir verið að vinna í sama landi. Á milli Norðurlandanna eru jafnframt samstarfssamningar sem ganga út frá því að þú njótir sömu réttinda, hvort sem þú hefur búið í einu Norðurlandanna eða fleirum,“ segir, Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Örorkulífeyrisþegar hafa í auknum mæli leitað til Öryrkjabandalagsins, réttindagæslumanna fatlaðra, Halló Norðurlanda og sveitarfélaganna vegna skertra örorkugreiðsla. Þessir aðilar, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands, hafa því tekið höndum saman til að leita úrbóta.

Barátta ÖBÍ síðastliðin ár

Öryrkjabandalagið hefur ítrekað reynt að vekja athygli á málinu inn á Alþingi og víðar. Sjá greinar og umsagnir um málefnið:

  • Umsögn vinnuhóps um endurskoðun búsetuskerðinga (bréf til nefndasvið Alþingis maí 2013)
  • Grein eftir Lilju Þorgeirsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2012.
  • Bréf sem ÖBÍ sendi þingmönnum í tilefni af umræðum um landamærahindranir á Alþingi 20. apríl 2012.
  • Sagan af Jyrki og Jóhönnu, hinar ýmsu flækjur sem upp geta komið við flutning milli norðurlandanna.
  • Tímarit ÖBI 2.tbl. 2011, blaðsíða 18.