Skip to main content
Frétt

Skíðanámskeið fyrir einstaklinga með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi.

By 1. febrúar 2013No Comments
Haldið í Hlíðarfjalli 15-17. febrúar

Allir sem áhuga hafa geta komist á skíði og er fatlað fólk ekki undanskilið. Ef réttur búnaður og aðstoð er til staðar geta allir verið með. Skíðaiðkun er afþreying, styrkir sál og líkama og sem hentar allri fjölskyldunni. Það er því með stolti sem Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við Hlíðarfjall og NSCD, Winter Park Colorado bjóða upp á skíðanámskeið fyrir einstaklinga með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Sérstök áhersla er einnig á kennslu fyrir leiðbeinendur og aðra sem vilja læra að aðstoða fatlað skíðafólk.

Aðal leiðbeinandi námskeiðsins Beth Fox, hefur kennt fötluðu fólki á skíði síðastliðin 25 ár. Hún er framkvæmdastjóri National Sports Center for the Disabled (NSCD) sem sérhæfir sig í útivist fatlaðs fólks. Vanir Íslenskir leiðbeinendur verða henni til aðstoðar.

Skíðanámskeið í Hlíðarfjalli 15. – 17. febrúar 2013

Námskeiðið er byggt upp fyrir tvo markhópa;
1. Einstaklinga með þroskahamlanir og/eða röskun á einhverfurófi.
2. Leiðbeinendur, skíðakennara og aðra sem áhuga hafa á skíðaiðkun fatlaðra.

Dagskrá:    

Föstudagur 15. febrúar, klukkan 18–21:30. Fyrirlestur um helstu atriði sem þarf að hafa í huga þegar fólki með þroskahamlanir og fólki á einhverfurófi er kennt á skíði.

Laugardagur 16. febrúar,     9:30–16:00        
Sunnudagur 17. febrúar,     9:30–16:00    
Þáttakendur á leiðbeinendanámskeiði aðstoða við kennslu fatlaðra þátttenda.

Þátttökugjald: 15.000.- Innifalið í námskeiðsgjaldi er skíðakort fyrir helgina ásamt súpu í hádeginu á laugardag og sunnudag. Þátttakendur á leiðbeinendanámskeiði greiða ekki þátttökugjald en leggja fram aðstoð og taka þátt í að leiðbeina fötluðum þátttakendum.

Staðfesta skal skráningar á netfang; annak@isisport.is fyrir 8. febrúar. Takmarkaður fjöldi.
Skrá þarf helstu upplýsingar um fatlaða þátttakendur og gefa upp símanúmer og netfang.
Námskeið fyrir leiðbeinendur er fyrir þá sem sem vilja kynna sér þjálfun og skíðakennslu fatlaðra.

Annað skíðanámskeið  fyrir fatlaða einstaklinga verður 8. – 10. mars, og verður auglýst þegar nær dregur.