Skip to main content
Frétt

Skólanefndir hugi að líðan barna í upphafi skólaárs

By 10. september 2010No Comments
Ályktun velferðarvaktarinnar í upphafi skólastarfs, bréf þar um sent öllum sveitarstjórnum.

Á fundi velferðarvaktarinnar, 24. ágúst síðastliðinn, var samþykkt að beina því til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs. Mikilvægt er að kostnaði við kaup á skólavörum og þátttöku í frístundastarfi sé haldið í lágmarki og tryggt að kostnaður heimilanna vegna skólastarfs hindri í engu þátttöku barna í leik og starfi.

Velferðarvaktin hefur miklar áhyggjur af biðlistum barna á frístundaheimilin og hvetur sveitarstjórnir og skólanefndir til að leita allra leiða til að laða að hæft starfsfólk til að tryggja þessa mikilvægu starfsemi.

Að lokum leggur velferðarvaktin áfram áherslu á, sbr. bréf vaktarinnar til sveitarstjórna 15. september 2009, að tryggt verði með öllum tiltækum ráðum og fylgst með að börn í skólum á þeirra vegum fái hádegisverð alla skóladaga.

Með góðum kveðjum fyrir hönd velferðarvaktarinnar,

Lára Björnsdóttir

Nánari um velferðarvaktina á heimasíðu vaktarinnar á vef Félags- og tryggingarmálaráðuneytisins

Fulltrúi ÖBÍ í velferðarvaktinni er Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi ÖBÍ.