Skip to main content
Frétt

Skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum

By 19. janúar 2015No Comments

Astma og ofnæmisfélagið hefur gert kröfu á úrbætur í bréfi og á fundi með Lyfjastofnun.
Nú boðar Lyfjastofnun til fundar með hagsmunasamtökum 30. janúar til að ræða þessi mál.

Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, Fríða Rún Þórðardóttir ritaði Lyfjastofnun bréf í byrjun desember þar sem hún fjallar um vanda sem upp kom síðastliðið sumar þegar skortur varð á lífsnauðsynlegu lyfi.

Í bréfi Fríðu Rúnar, til Lyfjastofnunar, er málið rakið og gerð krafa um að tryggt sé að ávalt sé til nóg af lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu.  

Lyfjastofnun átti fund með formanni og varaformanni Astma- og ofnæmisfélagsins 3. desember síðastliðinn þar sem farið var yfir málið. Einnig sátu fundinn fulltrúar frá Landspítala háskólasjúkrahúsi, en barnalæknar höfðu einnig sent Lyfjastofnun bréf vegna þessa máls.

Lyfjastofnun hefur nú svarað bréfi Astma og ofnæmisfélagsins, þar sem mál eru útskýrð og meðala annars bent á að á tímabilum komi upp lyfjaskortur ekki bara á Íslandi heldur á hinum stóra markði líka.

Vegna þessa boðar Lyfjastofnun í bréfi sínu til upplýsingafundar með hagsmunaaðilum 30. janúar kl. 14.00 í húsnæði Lyfjastofnunar, Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík, til að ræða málin nánar.

Bréf Astma- og ofnæmisfélagsins

Bréf Lyfjastofnunar.