Skip to main content
Frétt

Skrifstofa ÖBÍ flytur í ágúst í nýtt húsnæði að Sigtún 42.

By 26. júní 2014No Comments
Húsnæðið keypt fyrir arf Ólafs Gísla Björnssonar

Árið 2013 keypti Öryrkjabandalag Íslands húsnæði að Sigtúni 42 í Reykjavík. Strax var farið í að endurhanna innivið húsnæðisins til að það yrði aðgengilegt. Nú eru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á smíðar og lagnir og munu skila af sér verkinu í lok júlí. Í vikunni 5. til og með 8. ágúst má búast við ýmsum truflunum á sambandi við skrifstofu ÖBÍ. Beðist er afsökunar á þeirri truflun sem hugsanlega verður.

Fulltrúar framkvæmdastjórnar ÖBÍ, formaður Guðmundur Magnússon og framkvæmdastjóri Lilja Þorgeirsdóttir ásamt söluaðilum við undirritun kaupa á Sigtúni 42.

Arfur Ólafs Gísla Björnssonar

Árið 2002 andaðist Ólafur Gísli Björnsson, mikill baráttumaður fyrir jafnrétti og félagslegum jöfnuði. Í erfðaskrá sem hann gerði 1969 arfleiddi hann Öryrkjabandalag Íslands af öllum sínum eigum, sem á dánardægri var drjúg fjárhæð í formi 3 fasteigna og ríksisskuldabréfa. Frá þeim tíma tókst að ávaxta það fjármagn vel. Kaup og endurhönnun húsnæðisins að Sigtúni 42 var því greidd með hans framlagi.

Við undirritun kaupsamnMynd af Ólafi Gísla Björnssyni, rukkaratösku hans og kaupsamningi fyrir Sigtún 42.ings var mynd af Ólafi og rukkarataska hans í för með, formanni, fulltrúum framkvæmdastjórnar og framkvæmdastjóra ÖBÍ. Rukkarataskan var hluti af vinnutækjum Ólafs og afhent með arfinum.