Skip to main content
Frétt

Skrifstofuhúsnæði sem er 100% aðgengilegt

By 3. febrúar 2012No Comments
Danska öryrkjabandalagið, Danske Handicaporganisationer (DH)
ásamt 18 aðildarfélögum sínum, vinnur nú að byggingu 100% aðgengilegs
skrifstofuhúnsæðis fyrir sína starfssemi.

Þetta er talin fyrsta skrifstofubygging á heimsvísu sem verður 100% aðgengileg. Fjölda nýjunga varðandi aðgengingsmál mun þar að finna, lyftur verða til dæmis þannig útbúnar að þær má nota þótt bruni verði í byggingunni.  Þó er ekki talið að kostanður við bygginguna í heild verði meiri en við óaðgengilegar  skrifstofubyggingar.

Byggingin verður formlega tekin í notkun í lok september 2012.

Á heimasíðu DH um bygginguna má sjá, viðtöl, greinar, myndir og fleira um framkvæmdina.