Skip to main content
Frétt

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis til hlustunar

By 21. apríl 2010No Comments
Nú er hægt að hlusta á fyrstu 4 bindin á heimasíðu Blindrabókasafnsins.

Starfsmenn Blindrabókasafns Íslands leggja nú nótt við dag við úrvinnslu á upplestri starfsfólks Borgarleikhússins á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Fyrstu fjögur bindin hafa verið klippt saman á Daisy-hljóðbókarform og getur almenningur sótt þau af síðunni án kvaða. Bindi 5-8 eru í vinnslu og munu birtast eitt af öðru. Bindi númer 9 var ekki lesið í Borgrleikhúsinu, enda erfit til upplestrar með miklu magni mynda og taflna með gröfum og súluritum.

Bókunum er skipt upp í kafla og blaðsíður og best er að notast við AMIS lesforritið sem boðið er upp á ókeypis á forsíðu bbi.is þegar hlusta skal á skýrslurnar.

Hljóðskrár á heimasíðu Blindrabókasafnsins.

Skýrslan í heild á textaformi á heimasíðu Alþingis