Skip to main content
Frétt

Skýrsla um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi

By 18. febrúar 2011No Comments

Nánar um skýrsluna, reiknivél og kynningarefni.

Velferðarráðherra hefur lagt fram skýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi. Skýrslan er lögð fram til almennrar kynningar og umræðu. Á heimasíðu ráðuneytisins er fólk hvatt til að senda athugasemdir og ábendingar varðandi efni skýrslunnar.

Þrenns konar neysluviðmið eru kynnt í skýrslu sérfræðinganna.

  • dæmigert viðmið – sem lýsir hóflegri neyslu sem skilgreind er í 15 útgjaldaflokkum.
  • skammtímaviðmið – byggt á sömu forsendum en í því er gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum tímabundið.
  • grunnviðmið – sem gefa á vísbendingar um hvað fólk þarf að lágmarki til að framfleyta sér.

Hver er þín staða?

Reiknivél

prófaðu að setja inn þínar forsendur, fjölskyldustærð, tekjur o.fl. og sjá hvaða niðurstöðu þú færð.

Í Dæmunum hér fyrir neðan eru reiknuð útgjöld samkvæmt þessum þrem viðmiðum fyrir einstakling annars vegar og fjölskyldu með 2 börn hins vegar sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölskyldugerð Dæmigert viðmið Skammtímaviðmið Grunnviðmið
 * einstkalingur                    291.932                                201.132                           86.530
** fjölskylda
m/2 börn
                   617.610                                447.544                         286.365
útskýringar um reikniforsendur Báðar fjölskyldugerðir búa í eigin húsnæði og reka bíl.  ** Gert ráð fyrir að annað barnið sé á leikskóla en hitt
í grunnskóla þar sem keyptar séu skólamáltíðir og frístundavistun.
Sömu forsendur og í dæmigerðu viðmiði
en gert ráð fyrir að fólk geti dregið út neyslu og frestað ákveðnum útgjaldaliðum til skemmri tíma, eða í allt að
níu mánuði.
Viðmiðið nær aðeins til
hluta útgjaldaflokkanna 15
og undanskilja suma flokka
á þeirri forsendu að réttara sé að nota raunkostnað þegar viðmiðinu er beitt. Ekki er tekin inn kostnaður vegna húsnæðis og bifreiðar.

Kynningarglærur frá blaðamannafundi.

Grein ráðherra í Fréttablaðinu 15. febrúar, um neysluviðmiðin.