Skip to main content
Frétt

Spurningar ÖBÍ til sveitarstjórnafulltrúa og svör

By 28. maí 2014No Comments

ÖBÍ sendi 9 spurningar til fulltrúa sem bjóða sig fram í sveitarstjórna landsins. Svör eru farin að berast.

Spurningarnar níu

  1.  Hvað telur þitt framboð vera brýnast að bæta hvað varðar réttindi, þjónustu og aðra hagsmuni fatlaðra og/eða langveikra a) barna b) fullorðinna?
  2. Mun þitt framboð beita sér fyrir því að sérstakar húsaleigubætur verði greiddar í þínu sveitarfélagi og án tillits til þess hver á húsnæðið eða hver leigusalinn er? Skýring: Reykjavíkurborg greiðir ekki sérstakar húsaliegubætur til þeirra sem leigja hjá Brynju hússjóði, Sjálfsbjörg, SEM samtökunum eða öðrum félagasatökum.
  3. Hvernig ætlar þitt framboð að bæta og tryggja einstaklingsbundna ferðaþjónustu fatlaðra?
  4. Mun þitt framboð beita sér fyrir því að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verði samræmd bótum Tryggingastofnunar ríkisins og taki ekki mið af tekjum maka? Skýring: Fólk með skertar örorkubætur á ekki rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga ef viðkomandi á maka og samanlagðar tekjur fara yfir ákveðin mörk. Það gengur gegn hæstaréttardómi að miða við samanlagðar tekjur.
  5. Ætlar þitt framboð að beita sér fyrir því að NPA verði raunverulegur valkostur fyrir þá sem þess óska?
  6. Hvernig ætlar þitt framboð að tryggja stuðning við fatlaða og/eða langveika foreldra?
  7. Mun þitt framboð beita sér fyrir því að fjölga störfum í sveitarfélaginu fyrir fólk með skerta starfsgetu?
  8. Hyggst þitt framboð beita sér fyrir því að mótaðar verði verklagsreglur um sérstuðning og sérúrræði innan skólanna til að tryggja skóla án aðgreiningar í sveitarfélaginu þannig að öll börn fái kennslu við hæfi eins og skylt er samkvæmt lögum? 
  9. Mun þitt framboð beita sér fyrir bættu aðgengi í sveitarfélaginu? Skýring: Átt er við aðgengi að mannvirkjum, upplýsingum og þjónustu.

Svör

Svör hafa nú borist frá:

Dalvík

Fljótsdalshérað

Garðabær

Grundarfjörður

Hafnarfirði

Hornafjörður

Ísafjörður

Mosfellsbær

Reykjavík

Seltjarnarnesbær