Skip to main content
Frétt

Staða örorkulífeyrisþega eftir efnahagshrunið

By 7. júní 2013No Comments

Á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins 4. júní hélt Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, ræðu þar sem hann fjallaði um skerðingar þær sem örorkulífeyrisþegar hafa orðið fyrir frá 1. janúar 2009.

Í ræðu Guðmundar kom meðal annars fram að með aðgerðum stjórnvalda þar sem 69.gr. laga um
almannatryggingar nr. 100/2007 var tekin úr sambandi 1. janúar 2009 og ekki verið dregin til baka enn. Greinin hljóðar þannig: „Bætur almannatrygginga skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“

Í glærum hans voru sýnd dæmi um skerðinguna 1. janúar 2009 sem hlóðaði upp á 10,3% og 1. júlí sama ár var síðan gerð breyting á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar sem var hækkað úr 38,35% í 45%. Jafnframt var vægi  fjármagnstekna hækkað útr 50% í 100%. Hann rakti síðan þróunina allt fram til janúar 2013.

Frá 1. janúar 2009 fram til mars 2013 hefur lágmarkstekjutrygging launafólks hækkað um 47.000 krónur en framfærsluviðmið almannatrygginga 28.269 krónur. (báðar upphæðir fyrir skatt)