Skip to main content
Frétt

Stækkandi hópur fær uppbót til framfærslu

By 24. febrúar 2012No Comments

Í viðtali við formann ÖBÍ í sjónvarpi RÚV voru uppgefnar tölur um fjölda lífeyrisþega sem fengju framfærsluuppbót, samkvæmt ársskýrslu TR 2010. Nú hefur TR gefið upp nýrri og hærri tölur.

Í frétt RÚV 22. febrúar sl., þar sem rætt er við Guðmund Magnússon, formann ÖBÍ, um uppbót vegna framfærslu, örorkulífeyri og aldurstengda uppbót og fleira koma meðal annars fram að 7.228 lífeyrisþegar fengju slíka framfærslu uppbót. Í fréttinni kom ekki fram að um tölur samkvæmt ársskýrslu TR 2010 væri að ræða.

Tryggingarstofnun hefur nú brugðist við þessari frétt og meðal annars kemur fram í frétt á heimasíðu þeirra, að nú séu það 11.400 líferyisþegar sem fá slíka framfærsluuppbót.

Þetta er mjög sláandi og segir mikið um versnandi fjárhagstöðu lífeyrisþega á rétt rúmu ári sem er í samræmi við þá tilfinningu sem starfsfólk ÖBÍ hefur fyrir stöðu mála.