Skip to main content
Frétt

Starfskraftur óskast í 50% starf!

By 23. janúar 2009No Comments
Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir félagsráðgjafa / ráðgjafa á skrifstofu bandalagsins.

Um er að ræða 50% starf og er vinnutími samkvæmt samkomulagi.

Starf félagsráðgjafa/ráðgjafa felst einkum í eftirfarandi þáttum:

  • Ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi og skyldur.
  • Samskipti við stofnanir er varða réttinda- og hagsmunamál öryrkja.
  • Eftirlit með réttindum og hagsmunamálum öryrkja í samvinnu við aðra starfsmenn skrifstofunnar.
  • Önnur verkefni sem snerta málaflokkinn.

Hæfniskröfur:

Krafist er menntunar í félagsráðgjöf eða sambærilegrar háskólamenntunar. Umsækjandi þarf að hafa haldgóða reynslu af ráðgjöf og búa yfir þekkingu á málefnum fatlaðra og réttindum öryrkja. Leitað er að einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, tekur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt.
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2009.

Skriflegum umsóknum er greina frá menntun og starfsreynslu skal skilað til skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík eða rafrænt á netfangið lilja@obi.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum greint frá ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, í síma
530-6700, netfang lilja@obi.is.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) eru heildarsamtök fatlaðra og eru aðildarfélög þess 32 talsins. Hlutverk bandalagsins er m.a. að koma fram fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum er snerta réttindi þeirra. Einnig sinnir bandalagið m.a. upplýsinga- og ráðgjöf fyrir fatlaða og aðstandendur. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi við félaga- og heildarsamtök fatlaðra.