Skip to main content
Frétt

Stefnumótun fyrir GottAðgengi.is.

By 8. janúar 2015No Comments

Stefnumótunarfundurinn verður haldinn 22. janúar 2015 kl. 17.00 til 19.00 í sal Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42. 

Nefnd ÖBÍ um algilda hönnun stendur fyrir stefnumótun fyrir www.GottAðgengi.is. Það mun fara þannig fram að allir sem hafa hag af og eða áhuga á að nýta sér þessar upplýsingaveitur og/eða hafa athugasemdir um vefinn, eru velkomnir á fundinn og geta tekið þátt í að móta framtíðina í upplýsingamálum um aðgengi. Við hvetjum alla til að kynna sér vefinn GottAðgengi.is fyrir fundinn og þá sérstaklega „Leitarvélina” og „Kortavefinn”. Nánari leiðbeiningar um vefinn má finna í meðfylgjandi skjali. Einnig verður stutt kynning á vefnum í upphafi fundarins.

Stefnumótunarfundurinn verður haldinn 22. janúar 2015 kl. 17.00 til 19.00 í sal Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42. 

Fundarformið verður í anda Þjóðfundar og verkefnið verður að svara spurningunni; „Að hvaða verkefnum er mikilvægt að GottAðgengi.is vinni að á næstu misserum til vefurinn/starfsemin/gáttin gagnist ykkur sem best?“. 

Aðilar að hagsmunafélögum Öryrkjabandalags Íslands eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka þátt. 

Skráning á mætingu er til lok dags 18. janúar. 

Nefnd ÖBÍ um algilda hönnun og Access Iceland Aðgengismerkjakerfið