Skip to main content
Frétt

Stefnumótunarvinna ÖBÍ og aðildarfélaga

By 17. apríl 2007No Comments
Nú er hafin stefnumótunarvinna á vegum ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hefur ÖBÍ fengið til liðs við sig ráðgjafa frá Capacent til að halda utan um þá vinnu.

Fyrsti áfangi fór fram dagana 12. og 13. apríl síðastliðinn og var markviss og góð stýring á þeirri vinnu. Var þar saman komið tuttugu og sex manna lið, að tveim ráðgjöfum meðtöldum.

Aðildarfélög ÖBÍ eru þrjátíu og tóku fulltrúar frá nítján félögum þátt í starfinu ásamt starfsfólki skrifstofu ÖBÍ, nokkrir boðuðu forföll á síðustu stundu.  Þátttaka var því með eindæmum góð.  Hópurinn lagði sig í alla staði fram um að nýta tímann sem best og koma sínum málum á framfæri.

Almenn ánægja var með þessa vinnu og tilhlökkun með að sjá niðurstöður, en þær munu ráðgjafar Capacent birta hópnum að hálfum mánuði liðnum til fyllri úrvinnslu.